Fagmennska & Gæði
Njóttu stundarinnar
Með Veislustarfsmenn
Við skiljum að hlutverk gestgjafans getur verið yfirþyrmandi og við erum hér til að einfalda undirbúninginn og létta á álaginu.
Við höfum ástríðu fyrir smáatriðum og sjáum um alla þjónustu svo þú getir notið stundarinnar með gestum.Við hjálpum þér að halda ógleymanlegan viðburð þar sem allt gengur snurðulaust fyrir sig – hvort sem það er skírnarveisla, ferming, brúðkaup, afmæli, kokteilboð, jarðarför, minningarathöfn, fyrirtækjaviðburður, íþróttaviðburður, tónlistarhátíð eða útgáfufögnaður. Við hjálpum þér að skapa eftirminnilega upplifun fyrir alla viðstadda.
Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu, meðal annars:
- Uppsetningu hlaðborðs- og drykkjarstöðva fyrir kaffi og te
- Uppsetningu og þjónustu fyrir barinn
- Þrif, uppstillingu og pússun á leirtaui og glösum
- Undirbúning, framreiðslu og framsetningu á fingramat og drykkjum
- Aðstoð við alla undirbúningsvinnu svo allt sé til reiðu fyrir stóran dag
- Leiga á glösum
Láttu okkur sjá um alla umgjörðina, frá uppsetningu til lokaundirbúnings og þjónustu á staðnum. Við tryggjum þér faglega og lipra þjónustu sem léttir þér verkið á stóra deginum.
Margra ára reynsla
Áhersla á fagmennsku
Hver og einn veislustarfsmaður okkar býr yfir ástríðu fyrir framúrskarandi þjónustu og mikilli fagmennsku.
Með margra ára reynslu innan veitingageirans, tryggjum við að þú getir áhyggjulaus notið eigin veislu og að hún verði ógleymanleg.
Persónuleg nálgun
Árangursrík veisluþjónusta
Við leggjum mikla áherslu á persónulega nálgun þar sem okkar þjónusta er sniðin að þínum óskum og þörfum.
Veislustarfsmenn okkar eru vandvirkir og leggja mikinn metnað í að skapa einstaka upplifun fyrir hvert tilefni. Með fagmennsku og natni að leiðarljósi, tryggjum við að veislan þín verði einstök og að gestir njóti sín til fulls.
Leigðu, skálaðu, skilaðu.
Glasa leiga
Við leigjum út glös fyrir allar uppákomur. Þú leigir þau, skálar með þeim og skilar svo aftur – einfalt og þægilegt.
Hafðu samband